Íbúar í Berufirði lokuðu í dag 4. mars þjóðvegi 1 til þess að mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja vegin um fjörðinn. Sýnum stuðning, smelltu á hjartað hér að neðan eða skrifaðu hvað þér finnst. // Söfnum 1.000 hjörtum með þessari hugmynd // ↙️↙️↙️ Meira um málið hér: http://www.visir.is/thjodvegi-1-um-berufjord-lokad-i-motmaelaskyni--thad-er-allt-stopp-herna-/article/2017170309329
Það hefur aukist mjög mikið umferð um hringveg. Sýnum stuðning við þetta mál.
Af hverju talar RUV ekki um milljarða sem foru í málbikaðan breiðan veg milli Húsavikur og Þeystareykir?
Gunnar Gunnarsson
Það hefur aukist mjög mikið umferð um hringveg. Sýnum stuðning við þetta mál.
Ég vil komast í sveitina mína jafn auðveldlega og ég kemst til höfuðborgarinnar
Ekki forsvaranlegt að vera með holóttan malarveg á þjóðvegi 1
Vegurinn þolir ekki það álag sem er á honum í því ástandi sem hann er núna, það þekki ég af eigin raun. Það er varla að þeir nái að klára að bera í veginn þegar hann er orðinn ekkert nema holur. Hann er hreinlega hættulegur í því ástandi sem hann er oftast - holóttur og drullusvað.
slæmir vegir = slys. þetta verður að laga.
Ég er alfarið á móti þessum niðurskurði og það þarf ekki að rökstyðja það enda búið að halda Vestfjörðum í svelti varðandi gatnagerð allt of lengi. Nú þegar ferðamannastraumurinn er okkar aðal atvinnugrein er ekkert gert til að auðvelda þeim gestum að heimsækja fegurstu svæðin á Íslandi eins og Vestfirði og Dettifoss en ef verður slys á malbikuðum vegum sunnan heiða er rokið í aðgerðir....
Fara í framkvæmdir strax
Marg farið þennan veg, koma að bílveltu þar fyrir minna en ári síðan. Gat ekki betu séð að fólkið hafi misst stjórn á bílnum vegna ástands vegarins Þetta er ónýtur kafli
😃 Ég styð þessa aðgerð hjà ykkur..
Hér er önnur frétt um þetta mál.
Lenti útaf á þessum vegi 14.sept.2015 og sat uppi með ónýtan bíl
Það eru fyrst og fremst öryggissjónarmið sem vega þyngst sem rök við að hefjast handa strax við malbikun vegarkaflans. Auk þess er algjörlega út úr kú að fjölfarinn kafli á þjóðvegi nr. 1 sé holóttur mjór malarvegur sem breytist í eitt drullusvað þegar rignir eða snjóar, og það árið 2017.
Við eigum að auka aðgengi að landsbyggðinni með bættum samgöngum frekar en að auka aðgengi að áfengi. Hvurslags mannleysur erum við að kjósa á þing?
Að þjóðvegur 1 sé ekki löngu malbikaður allan hringinn og sé ekki öruggur vegur er algjörlega fáránlegt. Fólkið sem greiðir himinhá bensíngjöld og bifreiðagjöld, svo ekki sé minnst á skatta og tolla af bílum, fær áfram lélega og hættulega vegi. Ömurlegt.
Hér er ný frétt um málið.
Það segir sig sjálft að það þarf að viðhalda og lagfæra hættulega vegi, það að komast í sveitina sína eða heim til sín á ekki að þurfa að kosta óþarfa áhættu ef hægt er að komast hjá því. Hlúum að öryggi landsmanna okkar, það er rugl að leyfa veginum að vera á tæpasta vaði. Það skapar einungis hættu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation