Ungmenni gerðu umhverfismál að sérstöku umræðuefni á ungmennaþingi árið 2019. Þar komu fram áhyggjur þeirra af loftlagsmálum en jafnframt áhugi á að læra meira um umheiminn, áskoranir og leiðir til að bæta umhverfið. Fram kom að börn og ungmenni hafa áhuga á að fá meiri gróður inn á skólalóðir, vilja fá meiri fræðslu um endurvinnslu og vilja efla þátttöku sína í umbótum á umhverfinu s.s. að fara reglulega í ruslatínslu.
Ég er ánægð með að börnin séu að kalla á aukna fræðslu til að efla þáttöku þeirra í umbótum á umhverfinu. Gott að byrja snemma að kenna þeim að flokka og halda nærumhverfi sínu hreinu og fallegu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation