Frá barnaskólanum, austast á Eyrarbakka og niður í miðbæ Eyrarbakka, eru engin hraðaskilti. Strætó og aðrir bílar aka gjarnan á 50-60 km hraða (á Háeyrarvöllum og Eyrargötu). Ef ekið er í suðurátt á Hraunteigi, er eina 30km hraðaskilti á Hraunteigi, áður en beygt er inn á Háeyrarvelli. Það mættu vera fleiri "börn á leið í skóla" skilti á Háeyrarvöllum og á Eyrargötu. Ágætt væri að setja upp hraðamæli sem varar fólk við ef það ekur of hratt.
Algjörlega sammála að umferðin er allt of hröð í gegnum Eyrarbakka
Einhverntima var talað um,að umferðin ætti EKKI að fara yfir 30 km. í elsta hluta bæjarins, en það þarf enn frekar og ekki síður, að huga að þeim börnum -og öðrum- sem fara gangandi til og frá skóla.
Mjög þarft
Þarf að bæta merkingar!
Sammála
Það er alltof hröð umferð hér á aðalgötunni og margir sem keyra mjög hratt í gegn, ekki síst mótórhjól, fjörhjól og flutningabílar. Umferðin er nálægt gömlu húsunum eins og þar sem ég bý og ég óttast árekstur við t.d. húsið mitt en enn frekar slys á gangandi fólki og börnum á ferð
Börn, aldraðir, hundar fer oft yfir þessar götur (Háeyrarvelli og Eyrargötu)
Algjörlega sammála, umferðinni á sérstaklega Háeyrarvöllum er með ólíkindum hröð.
Sammála ummælum sem eg hef lesið. Svo má bæta við að það myndi bæta hljóðvistina ef vélarnar yrðu ekki þandar svona hér innanbæjar.
Ég er algjörlega sammála því að eitthvað þarf að gera til að minnka hraðann í þorpinu. Hvort sem það er að setja upp skilti eða hreinlega bara þrengja göturnar.
Já takk, það er nauðsynlegt að bæta allar merkingar á Eyrarbakka og fara yfir ÖLL skilti líka. Þar sem flest ef ekki öll eru orðin léleg og ónýt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation