Skjólgirðing við pall skyggir á þá sem koma eftir gangstíg
Mjög sammála, hjólandi/gangandi vegfarendur sjást ekki fyrr en bíll er kominn inn á gangbraut
Mjög sammála. Brýnt verkefni
Þarna myndast hætta ef einhver kemur hjólandi fyrir hornið og á sama tíma bíll að keyra út úr götunni
Hjartanlega sammála. Sendi sveitarfélaginu póst um þetta og óskaði eftir að farið yrði í að bæta þetta hinn 29. júlí 2019. Hef enn ekki fengið svar frá sveitarfélaginu þrátt fyrir að hafa ítrekað erindið. Hef sjálf lent í því að vera nálægt því að aka á hlaupandi vegfaranda þarna þegar ég var að keyra út úr gráhellunni og eins verið gangandi og bíll komið á fleygiferð. Þetta þarf að laga.
Sammála
Skjólgirðingin blindar mann allveg þegar maður ætlar að beygja út á Suðurhóla. maður sér ekki fólk sem kemur gangandi eða hjólandi nema allt of seint. og það er mjög mikil umferð gangandi fólki/hjólandi og hlaupandi. Hundasvæðið er þarna rétt hjá. það er eftir að verða slys þarna ef þetta verður ekki lagað
Hjartanlega sammála. Slæmt að það sé leyfilegt að gera svo háa skjólgirðingu við gatnamót að ekki sjáist vel til.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation