Loka beyjunni svo að umferð stýrist betur út á suðurhóla.
Þarna er nú þegar kominn mikil umferð sem kemur frá vesturhluta í löndunum og fer i gegnum hverfið til austurs i stað þess að aka út akraland inná suðurhóla. I þessari beyju, sem er mjög þröng hafa orðið minst 2 árekstrar a síðasta 1 og hálfa ári. Með lokun verður umferð stýrt út úr hverfinu sem minkar slysahættu enda er þarna leikskóli að rísa og mikið af börnum a ferð.
Hvert á umferð sem er austan megin við þessa beygju að fara? á malarveg sem er ekki tilbúinn?
Þá er ég sammála þér :)
Auðvitað er eg að tala um að þegar vegurinn verður fullgerður. Þetta er ekki hugsað annað en varanleg lausn til að stýra umferð svo hun fari frekar út a safngötu frekar en að hun haldist inni i íbúðargötum.
Núna er verið að leggja loka hönd á Akralandið og það verður væntanlega hægt að keyra inn þá frá Austurhólum í vikunni. Nú þegar er umferðinn enn meiri eftir að opnað var fyrir að keyra frá leikskólanum Goðheimum og þar í gegnum Engjaland. við þessar tvær opnanir þá fer umferðin núna í gegnum þessa götur en ekki meðfram hverfinu (austur- og suðurhóla).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation