Samkvæmt uppdrætti hverfis eiga að vera uferðareyjur við hvern botnlanga í Lóurima til að stýra umferð útfyrir horn og minnka þannig líkur á að slys verði þegar beygja er tekin. Að botnlanga Lóurima 2-9 vantar þessa eyju þó að hún sé sýnd á öllum uppdráttum. Þetta veldur því að þarna skera bílar iðulega hornið og taka því sénsinn á að enginn sé handan við hornið. Þetta er blindhorn vegna runna við Lóurima 2. Þess ber að geta að nokkuð stór leikvöllur er þarna við hliðina og fjöldi barna að leik.
Þetta þarf að klára. Fólk hefur greitt sitt gatnagerðargjald fyrir lifandis löngu og það er sveitarfélagsins að klára gatnagerðina. Hitt er svo aðalmálið að fyrirbyggja slys á börnum sem eru þarna oft og iðulega að leik.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation