Biðskyldur á botnlangana við Móaveg til að minnka misskilning þeirra sem virða ekki hægri réttinn.
Nýfluttur á Urðarmóa og það er ótrúlegt hvað nánast engin virðir hægri réttinn. Ef maður gerir ráð fyrir því að fólk virði hann fær maður bíla nánast í hliðina frá vinstri hönd og ef maður veitir hægri umferð réttinn þá nýtir fólk það ekki þar sem það gerir ráð fyrir því að það eigi að bíða við endann á botnlanga. Minnkum misskilninginn og setjum biðskyldur. Svo má bæta við hraðahindrunum þarna til að halda niður hraða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation