Þegar gengið eða hjólað er Sigtún og fara á yfir Engjaveg vantar gangbraut. Einnig er það svo að göngustígar Sigtúns sitthvorum megin við Engjaveg eru á skjön við hvora aðra og veldur það því að fara þarf yfir tvær götur þegar þvera á Engjaveg. Nú er þetta mjög mikið farin leið bæði gangandi og hjólandi í átt að miðbænum og því brýnt að gera bragarbót. Með uppbyggingu á miðbæjarsvæði má gera ráð fyrir margfaldri umferð þarna um í framtíðinni.
Með eins fjölfarinn göngustíg er nauðsynlegt að lagfæra aðstæður við Engjaveg fyrir gangandi og hjólandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation